Miklar vonir bundnar við Íra Scorseses EKB skrifar 10. október 2019 09:00 Leikstjórinn Martin Scorsese. Vísir/getty The Irishman, nýjasta mynd Martins Scorsese, var frumsýnd á New York Film Festival á dögunum. Myndin fór vægast sagt vel í áhorfendur og gagnrýnendur keppast við að ausa hana lofi. Kannski ekki von á öðru þar sem Scorsese dregur hér fram stóru byssurnar og teflir fram mafíumyndagoðsögnunum Robert De Niro og Joe Pesci, sem hafa sett sterkan svip á margar af þekktustu myndum hans. Al Pacino er einnig mættur til leiks en hann og De Niro léku báðir í snilldinni The Godfather Part II. Pesci snýr hér aftur fyrir Scorsese eftir að hafa verið sestur í helgan stein á Hollywood-eftirlaunum. Hann var til dæmis á árum áður frábær hjá Scorsese í Raging Bull, The Casino og Goodfellas ásamt De Niro sem var lykilmaður hjá Scorsese þar til Leonardo DiCaprio tók við keflinu. The Irishman var ekki auðveld í fæðingu hjá Scorsese en það tók hann tólf ár að fá einhvern til þess að fjármagna gerð hennar. Kvikmyndin, sem er byggð á sannsögulegum atburðum í tengslum við hvarfið á verkalýðsforingjanum gerspillta Jimmy Hoffa, er rúmir þrír tímar að lengd og ekkert var til sparað við gerð hennar. Þegar upp var staðið var það Netflix sem samþykkti að fjármagna þennan stórvirkisdraum Scorseses en streymisveitan hefur að undanförnu komið að framleiðslu hverrar stórmyndarinnar á fætur annarri. Til dæmis The King, The Laundromat að ógleymdri Roma sem gerði mikla lukku í fyrra. Írinn verður því einungis í stuttan tíma í bíóhúsum í Bandaríkjunum en verður síðan aðgengileg á Netflix. Skiptar skoðanir eru á þessum umsvifum efnisveitunnar þar sem mörgum finnst að stórvirki sem þetta eigi heima á breiðtjaldi þar sem fagurfræðin og hvert smáatriði fái að njóta sín. Pirringurinn nú er bergmál af því sama og heyrðist víða þegar Roma var sýnd á Netf lix en hún þótti framúrskarandi í sinni fagurfræði og endaði með tíu Óskarsverðlaunatilnefningar. De Niro, Pacino og Pesci eru allir taldir eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir Írann og alls ekki ólíklegt að Scorsese sjálfur hljóti eina slíka enda eru allir þessir herramenn alvanir slíkum tilnefningum þótt misvel hafi gengið að landa verðlaununum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
The Irishman, nýjasta mynd Martins Scorsese, var frumsýnd á New York Film Festival á dögunum. Myndin fór vægast sagt vel í áhorfendur og gagnrýnendur keppast við að ausa hana lofi. Kannski ekki von á öðru þar sem Scorsese dregur hér fram stóru byssurnar og teflir fram mafíumyndagoðsögnunum Robert De Niro og Joe Pesci, sem hafa sett sterkan svip á margar af þekktustu myndum hans. Al Pacino er einnig mættur til leiks en hann og De Niro léku báðir í snilldinni The Godfather Part II. Pesci snýr hér aftur fyrir Scorsese eftir að hafa verið sestur í helgan stein á Hollywood-eftirlaunum. Hann var til dæmis á árum áður frábær hjá Scorsese í Raging Bull, The Casino og Goodfellas ásamt De Niro sem var lykilmaður hjá Scorsese þar til Leonardo DiCaprio tók við keflinu. The Irishman var ekki auðveld í fæðingu hjá Scorsese en það tók hann tólf ár að fá einhvern til þess að fjármagna gerð hennar. Kvikmyndin, sem er byggð á sannsögulegum atburðum í tengslum við hvarfið á verkalýðsforingjanum gerspillta Jimmy Hoffa, er rúmir þrír tímar að lengd og ekkert var til sparað við gerð hennar. Þegar upp var staðið var það Netflix sem samþykkti að fjármagna þennan stórvirkisdraum Scorseses en streymisveitan hefur að undanförnu komið að framleiðslu hverrar stórmyndarinnar á fætur annarri. Til dæmis The King, The Laundromat að ógleymdri Roma sem gerði mikla lukku í fyrra. Írinn verður því einungis í stuttan tíma í bíóhúsum í Bandaríkjunum en verður síðan aðgengileg á Netflix. Skiptar skoðanir eru á þessum umsvifum efnisveitunnar þar sem mörgum finnst að stórvirki sem þetta eigi heima á breiðtjaldi þar sem fagurfræðin og hvert smáatriði fái að njóta sín. Pirringurinn nú er bergmál af því sama og heyrðist víða þegar Roma var sýnd á Netf lix en hún þótti framúrskarandi í sinni fagurfræði og endaði með tíu Óskarsverðlaunatilnefningar. De Niro, Pacino og Pesci eru allir taldir eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir Írann og alls ekki ólíklegt að Scorsese sjálfur hljóti eina slíka enda eru allir þessir herramenn alvanir slíkum tilnefningum þótt misvel hafi gengið að landa verðlaununum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira