Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2019 18:30 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K. Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K.
Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36