„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 15:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi í dag. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG „Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
„Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01
Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26
Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02