Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2019 08:00 Umbreytingin átti sér stað á örfáum sekúndum Mynd/Skjáskot Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“ Húnaþing vestra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“
Húnaþing vestra Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira