Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 14:33 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira