Sigurður Steinar fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:47 Sigurður Steinar á síðasta degi sínum í vinnunni fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018. Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018.
Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
„Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52
Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22