Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. október 2019 06:15 Jón Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndarinnar. Fréttablaðið/Ernir Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira