Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 18:45 Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30