Komu að konu sem hafði verið látin í íbúð í Madríd í fimmtán ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 10:30 Puerta del Sol í Madríd. Getty Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul. Spánn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul.
Spánn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira