Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:44 Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22