Í færslu á Facebook síðu sinni segir Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, að Sólrún og Rahmon standi sig eins og hetjur í baráttunni. Þórunn segir langa og stranga endurhæfingu fyrir stafni og þakkar fjölskyldu og vinum fyrir hlýja strauma sem fjölskyldunni hafa borist.
Bænastund var haldin í Grindavíkurkirkju síðasta föstudag til stuðnings Sólrúnar en vinkonur hennar stóðu fyrir bænastundinni.
Þórunn bendir þá á styrktarreikning sem stofnaður hefur verið til þess að aðstoða við endurhæfinguna sem bíður. Sjá má færslu Þórunnar hér að neðan.