Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 20:15 Allt á suðupunkti vísir/getty Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30