Smyrill í dekri í heimahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 19:30 Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki. Árborg Dýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki.
Árborg Dýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira