Microsoft tekið fram yfir Amazon um milljarða dollara varnarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 17:24 Varnarsamningurinn sem Microsoft hlaut nefnist JEDI og gengur út á að nútímavæða tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AP/Michel Euler Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon. Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira