Fjarri sanni að fjárskortur í rekstri Landspítalans sé „innanhúss stjórnunarvandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2019 12:02 Páll Matthíasson segir að þrátt fyrir vanda Landspítalans sé hann vel rekinn og mun betur en sambærilegar heilbrigðisstofnanir á Norðurlöndum. Stöð2/Egill Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það fjarri sanni að rekja megi fjárskort í rekstri Landspítalans og hnökra á flæði til og frá spítalanum sé „einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi“. Þetta kemur fram í vikulegum forstjórapistli Páls sem birtist í gær á vef Landspítalans. Töluverð umræða hefur skapast um Landspítalann að undanförnu eftir að greint var frá því að halli á rekstri spítalans á síðasta ári hafi verið 1,4 milljarðar króna.Margir hafa stigið fram og gagnrýnt stjórnendur Landspítalans vegna þess. Þar á meðal formaður Læknafélags Íslands sem og þingmennirnir Þorsteinn Sæmundsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þorsteinn sagði ljóst að vandi spítalans væri stjórnunarvandi, Unnur lagði áherslu á að skoða þyrfti með hvaða hætti stjórnun spítalans færi fram.Línudans að reka spítala Við þetta gerir Páll margvíslegar athugasemdur og í pistlinum reynir hann að varpa ljósi á ástæður þess að spítalinn hafi verið rekinn með hallarekstri, þrátt fyrir viðbótarframlög til rekstur spítalans undanfarin ár.Mikið álag er á starfsfólki spítalans.Fréttablaðið/EyþórNefnir hann að hluti viðbótarframlaganna hafi farið í að vinna til baka það sem tapaðist í aðhaldsaðgerðum eftir hrun árip 2008. Þá hafi Íslendingum fjölgað um 80 þúsund frá áramótum og ferðamönnum fjölgað gríðarlega. Verkefni spítalans hafi því einfaldlega aukist. Þá hafi spítalanum verið falin ný verkefni sem annað hvort voru ekki unnin áður eða þá að sækja þurfti þjónustu erlendis, til dæmis rekstur jáeindarskanna. „Það er því alltaf línudans að reka spítala. Viðfangsefnin eru óþrjótandi, íbúum fjölgar, þjóðin eldist, fleiri ferðamenn koma til landsins og nýjungar og tækniframfarir gera okkur kleift að veita þjónustu sem við áður gátum ekki veitt. Allt kostar þetta peninga sem eru takmarkaðir. Verkefnið er því að þjóna sjúklingum sem best og á sama tíma að halda rekstrinum innan fjárheimilda,“ skrifar Páll. Kostnaðarsamir kjarsamningar og umbun fyrir óvinsælustu vaktirnar Nefnir Páll einnig að rekja megi upphaf rekstrarvanda spítalans til ársins 2018 en árið áður skilaði rekstur spítalans 62 milljóna króna afgangi. Árið 2018 var mikill viðsnúningur til hins verra og var hallinn sem fyrr segir 1,4 milljarðar.Á þessu séu þrjár skýringar helstar að mati Páls.Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala.Vísir/vilhelmFlóknir kjarasamningar hafi verið gerðir sem erfitt hafi verið að kostnaðarmeta, þar á meðal kjarasamning við lækna árið 2015. Samningurinn hafi verið góður fyrir heilbrigðiskerfið en kostnaðarþættir hafi verið vanmetnir. Spítalinn fái ekki fjármagn til að standa straum af heildarkostnaði við þennan samning og fleiri minni samninga. Þá hafi vaxandi skortur verið fólki til að sinna hjúkrun í vaktavinnu. Gripið hafi verið til sérstakra aðgerða til að tryggja öryggi sjúklinga. Tilraunaverkefni var sett af stað til svo hægt væri að manna vaktirnar. „Tilraunaverkefni til að kanna hvort aðgerðir sem umbunuðu fyrir fullt starf, fyrir að taka óvinsælustu vaktirnar o.s.frv. skiluðu árangri. Niðurstaða tilraunarinnar er að breytt starfsumhverfi skilar árangri og mælist mjög vel fyrir. Þær upplýsingar eru mikilvægar þeim sem höndla um kjör og starfsumhverfi en spítalinn hefur ekki bolmagn til að halda þessu áfram, óbætt,“ skrifar Páll. Samfélagsábati ómældur, annað en kostnaður spítalans Í þriðja lagi hafi spítalinn í vissum tilfellum upp nýjungar í lækningaþjónustu sem ekki séu fjármagnaðar, en skili samfélaginu öllum ábata. „Dæmi um slíkt eru hinar svokölluðu heilaþræðingar. Þar er nútímatækni nýtt og farið inn í heilaæðar með því að þræða leiðara upp í gegnum æðar líkamans,“ skrifar Páll og bætir við að ábatinn fyrir sjúklinga af þessari aðgerð sé gríðarlegur og geti forðað þeim frá langri sjúkralegu á spítalanum. „Ábatinn, nú eða framlegðin ef menn vilja nota slíkt tungutak, fyrir þjóðfélagið er einnig gríðarlegur; að forða sjúklingi frá því að vera upp á velferðarkerfið kominn mánuðum, árum eða áratugum saman. Fyrir Landspítala þá kallar þetta hins vegar á þjálfun starfsfólks og mjög dýrar vaktir auk dýrra tækja og íhluta. Á gjaldaliðinn fer aðeins kostnaður spítalans, enginn heldur hins vegar utan um framlegðarhlutann,“ skrifar Páll. Það sé því að mati Páls fjarri sanni að „fjárskortur í rekstri Landspítala og víðtækir hnökrar á flæði til og frá spítalanum sé einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi.“Pistil Páls má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. 20. október 2019 20:00 40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 21. október 2019 15:38 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það fjarri sanni að rekja megi fjárskort í rekstri Landspítalans og hnökra á flæði til og frá spítalanum sé „einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi“. Þetta kemur fram í vikulegum forstjórapistli Páls sem birtist í gær á vef Landspítalans. Töluverð umræða hefur skapast um Landspítalann að undanförnu eftir að greint var frá því að halli á rekstri spítalans á síðasta ári hafi verið 1,4 milljarðar króna.Margir hafa stigið fram og gagnrýnt stjórnendur Landspítalans vegna þess. Þar á meðal formaður Læknafélags Íslands sem og þingmennirnir Þorsteinn Sæmundsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þorsteinn sagði ljóst að vandi spítalans væri stjórnunarvandi, Unnur lagði áherslu á að skoða þyrfti með hvaða hætti stjórnun spítalans færi fram.Línudans að reka spítala Við þetta gerir Páll margvíslegar athugasemdur og í pistlinum reynir hann að varpa ljósi á ástæður þess að spítalinn hafi verið rekinn með hallarekstri, þrátt fyrir viðbótarframlög til rekstur spítalans undanfarin ár.Mikið álag er á starfsfólki spítalans.Fréttablaðið/EyþórNefnir hann að hluti viðbótarframlaganna hafi farið í að vinna til baka það sem tapaðist í aðhaldsaðgerðum eftir hrun árip 2008. Þá hafi Íslendingum fjölgað um 80 þúsund frá áramótum og ferðamönnum fjölgað gríðarlega. Verkefni spítalans hafi því einfaldlega aukist. Þá hafi spítalanum verið falin ný verkefni sem annað hvort voru ekki unnin áður eða þá að sækja þurfti þjónustu erlendis, til dæmis rekstur jáeindarskanna. „Það er því alltaf línudans að reka spítala. Viðfangsefnin eru óþrjótandi, íbúum fjölgar, þjóðin eldist, fleiri ferðamenn koma til landsins og nýjungar og tækniframfarir gera okkur kleift að veita þjónustu sem við áður gátum ekki veitt. Allt kostar þetta peninga sem eru takmarkaðir. Verkefnið er því að þjóna sjúklingum sem best og á sama tíma að halda rekstrinum innan fjárheimilda,“ skrifar Páll. Kostnaðarsamir kjarsamningar og umbun fyrir óvinsælustu vaktirnar Nefnir Páll einnig að rekja megi upphaf rekstrarvanda spítalans til ársins 2018 en árið áður skilaði rekstur spítalans 62 milljóna króna afgangi. Árið 2018 var mikill viðsnúningur til hins verra og var hallinn sem fyrr segir 1,4 milljarðar.Á þessu séu þrjár skýringar helstar að mati Páls.Frá framkvæmdum við nýjan Landspítala.Vísir/vilhelmFlóknir kjarasamningar hafi verið gerðir sem erfitt hafi verið að kostnaðarmeta, þar á meðal kjarasamning við lækna árið 2015. Samningurinn hafi verið góður fyrir heilbrigðiskerfið en kostnaðarþættir hafi verið vanmetnir. Spítalinn fái ekki fjármagn til að standa straum af heildarkostnaði við þennan samning og fleiri minni samninga. Þá hafi vaxandi skortur verið fólki til að sinna hjúkrun í vaktavinnu. Gripið hafi verið til sérstakra aðgerða til að tryggja öryggi sjúklinga. Tilraunaverkefni var sett af stað til svo hægt væri að manna vaktirnar. „Tilraunaverkefni til að kanna hvort aðgerðir sem umbunuðu fyrir fullt starf, fyrir að taka óvinsælustu vaktirnar o.s.frv. skiluðu árangri. Niðurstaða tilraunarinnar er að breytt starfsumhverfi skilar árangri og mælist mjög vel fyrir. Þær upplýsingar eru mikilvægar þeim sem höndla um kjör og starfsumhverfi en spítalinn hefur ekki bolmagn til að halda þessu áfram, óbætt,“ skrifar Páll. Samfélagsábati ómældur, annað en kostnaður spítalans Í þriðja lagi hafi spítalinn í vissum tilfellum upp nýjungar í lækningaþjónustu sem ekki séu fjármagnaðar, en skili samfélaginu öllum ábata. „Dæmi um slíkt eru hinar svokölluðu heilaþræðingar. Þar er nútímatækni nýtt og farið inn í heilaæðar með því að þræða leiðara upp í gegnum æðar líkamans,“ skrifar Páll og bætir við að ábatinn fyrir sjúklinga af þessari aðgerð sé gríðarlegur og geti forðað þeim frá langri sjúkralegu á spítalanum. „Ábatinn, nú eða framlegðin ef menn vilja nota slíkt tungutak, fyrir þjóðfélagið er einnig gríðarlegur; að forða sjúklingi frá því að vera upp á velferðarkerfið kominn mánuðum, árum eða áratugum saman. Fyrir Landspítala þá kallar þetta hins vegar á þjálfun starfsfólks og mjög dýrar vaktir auk dýrra tækja og íhluta. Á gjaldaliðinn fer aðeins kostnaður spítalans, enginn heldur hins vegar utan um framlegðarhlutann,“ skrifar Páll. Það sé því að mati Páls fjarri sanni að „fjárskortur í rekstri Landspítala og víðtækir hnökrar á flæði til og frá spítalanum sé einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi.“Pistil Páls má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. 20. október 2019 20:00 40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 21. október 2019 15:38 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. 20. október 2019 20:00
40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 21. október 2019 15:38
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30