Þrátt fyrir játningu varð seinagangur til þess að ákæra fyrir líkamsárás var aldrei gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 19:00 Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira