Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 16:34 Loftslagsmótmælendur í Kanada krefjast aðgerða í Edmonton í síðustu viku. AP/Dave Chidley Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira