Slysið varð á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu.Vísir/Friðrik Þór
Bíl var ekið á steyptan garðvegg á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu í Reykjavík fyrr í dag. Af myndum að dæma virðist áreksturinn hafa verið harkalegur.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var einn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Ekki er vitað um ástand viðkomandi.