10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 11:05 Norðmenn hafa ástæðu til að fagna enda virðist fjárhagsstaða norska ríkisins nokkuð traust. Getty Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó. Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó.
Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent