Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór 20-18 ÍBV | KA/Þór vann sigur í spennuleik Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. október 2019 18:45 Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði fjögur mörk. vísir/daníel þór KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í uppgjöri landsbyggðarliðanna í Olís deild kvenna í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Aðeins munaði stigi á liðunum í 4. og 5.sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti því reikna með jöfnum og spennandi leik, sem varð raunin. Eyjakonur tóku frumkvæðið snemma leiks og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur ÍBV virkilega sterkur og áttu heimakonur fá svör. Staðan í leikhléi 9-11 fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. ÍBV virkilega harðar í horn að taka í vörninni og voru að salla inn mörkum. Náðu þær mest fjögurra marka forystu á 37.mínútu. Þá tóku heimakonur við sér og um miðjan síðari hálfleik brá Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, á það ráð að taka Ester Óskarsdóttur og Sunnu Jónsdóttir báðar úr umferð. Sú taktíska breyting gjörbreytti leiknum. ÍBV leysti stöðuna 4 á móti 4 afar illa og í kjölfarið fékk KA/Þór nokkur mörk úr hraðaupphlaupum sem létti andrúmsloftið hjá heimakonum töluvert. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fór að lokum svo að KA/Þór vann tveggja marka sigur, 20-18.Afhverju vann KA/Þór?Virkilega skemmtilegur handboltaleikur þar sem sigurinn hefði í raun getað fallið hvoru megin sem var. Það ber ekki mikið í milli hjá þessum liðum. Matea Lonac var lengi í gangi í mark heimakvenna en hún varði skot á mikilvægum augnablikum og það átti stóran þátt í sigri KA/Þórs. Þá kemur það sér gjarnan vel fyrir KA/Þór að eiga Mörthu Hermannsdóttur þegar mest er undir. Hún skoraði frábært mark, einni mínútu fyrir leikslok sem tryggði KA/Þór endanlega sigurinn.Hverjar stóðu upp úr?Heilt yfir frekar kaflaskipt en góð liðsframmistaða hjá heimakonum. Martha Hermannsdóttir fór fyrir liðinu á báðum endum vallarins. Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Ásdís Guðmundsdóttir stigu upp á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Í liði Eyjakvenna eru Ester Óskarsdóttir og Sunna Jónsdóttir einfaldlega í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn liðsins. Þær mynda algjörlega frábært par í miðjublokkinni varnarlega og KA/Þór átti í miklum vandræðum í uppstilltum sóknarleik á löngum köflum.Hvað gekk illa? Markvarsla ÍBV var ekki nógu góð í leiknum. Marta Wawrzynkowska varði aðeins sex skot í leiknum og það þrátt fyrir að standa fyrir aftan mjög öfluga Eyjavörn. Hinumegin var Matea Lonac með 15 varin skot og nokkur þeirra úr dauðafærum. Mikilvægt. Eins hljóta það að vera vonbrigði fyrir Eyjakonur hvernig þær leystu sóknarleikinn fjórar á móti fjórum. Ætti að vera leikur einn að búa til færi úr þeirri stöðu en það tókst þeim aldrei þegar Sunna og Ester voru teknar úr umferð.Hvað gerist næst? ÍBV fær Val í heimsókn í Vestmannaeyjum sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi. Sama dag verður KA/Þór í heimsókn hjá nýliðum Aftureldingar. Martha: Fyrsta skipti sem ég vinn ÍBV!Martha Hermannsdóttir var öflug í dag.vísir/daníel þór„Bara þvílík gleði. Þær voru betri en við í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að spila eins og við lögðum upp með að gera. Það voru tæknifeilar og við vorum að missa boltann sem við erum ekki vanar að gera. Við töluðum vel saman í hálfleik. Við náðum að róa okkur aðeins og vera agaðri og þá kom þetta smám saman,“ sagði Martha Hermannsdóttir, sigurreif í leikslok enda um tímamótasigur að ræða fyrir hana. „Þetta var fjögurra stiga leikur. Það var það sem við töluðum um fyrir leik og við eigum að vinna þær á okkar heimavelli. Gríðarlega mikilvægur sigur og fyrsta skiptið sem ég vinn ÍBV í meistaraflokki. Núna get ég hætt sátt,“ sagði Martha. Martha skoraði síðasta mark KA/Þórs í leiknum en það kom eftir sókn sem virtist vera að renna út í sandinn. „Ég þarf að reyna að draga vagninn þegar mest er undir. Ég vissi það að höndin hjá dómurunum var uppi og ég varð að taka skotið. Sem betur fer fór það inn því annars væri ég kannski mjög súr núna,“ sagði Martha sem er sannfærð um að sigurinn veiti liðinu sjálfstraust í næstu leikjum. „Við eigum Aftureldingu næstu helgi og það er leikur sem við ætlum að vinna. Við settum okkur markmið að ná þessu 4.sæti og þar erum við núna.“ Ester: Gátum varla keypt okkur mark í seinni hálfleikEster Óskarsdóttirvísir/ernirEster Óskarsdóttir var ekki jafn glöð í leikslok eftir svekkjandi tap. „Þetta var hörkuleikur eins og við var á búast. Lið sem eru hlið við hlið í töflunni og mikilvæg stig í boði. Vörnin hjá okkur var geggjuð. Við klikkuðum sóknarlega eins og sást í seinni hálfleiknum.“ Ester segir vonbrigði hvernig liðið spilaði sóknarleikinn í síðari hálfleik. „Þær tóku mig og Sunnu út og við vorum ekki undirbúnar fyrir það. Það ætti samt ekki að vera flókið að leysa það en við vorum ekki tilbúnar í það. Mér finnst við eiga að leysa þetta betur. Við gátum varla keypt okkur mark í síðari hálfleik. Það var sama hvað við reyndum,“ segir Ester sem var engu að síður jákvæð þrátt fyrir tapið. „Við erum búnar að vera slakar þannig að það var ekki erfitt að bæta spilamennskuna í þessum leik. Mér fannst margt gott hjá okkur og þetta var ekki eins sárt og í tapinu gegn Haukum. Það var margt gott í okkar leik í dag,“ segir Ester. „Já þetta kemur. Það má ekki gleyma því heldur að þær eru ungar þó þetta séu útlendingar. Ein þeirra er 19 ára og Pólverjinn er að stíga upp úr meiðslum. Ég er ekkert orðin stressuð; það er nóg eftir af þessu móti,“ sagði Ester að lokum. Olís-deild kvenna
KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í uppgjöri landsbyggðarliðanna í Olís deild kvenna í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Aðeins munaði stigi á liðunum í 4. og 5.sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti því reikna með jöfnum og spennandi leik, sem varð raunin. Eyjakonur tóku frumkvæðið snemma leiks og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur ÍBV virkilega sterkur og áttu heimakonur fá svör. Staðan í leikhléi 9-11 fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. ÍBV virkilega harðar í horn að taka í vörninni og voru að salla inn mörkum. Náðu þær mest fjögurra marka forystu á 37.mínútu. Þá tóku heimakonur við sér og um miðjan síðari hálfleik brá Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, á það ráð að taka Ester Óskarsdóttur og Sunnu Jónsdóttir báðar úr umferð. Sú taktíska breyting gjörbreytti leiknum. ÍBV leysti stöðuna 4 á móti 4 afar illa og í kjölfarið fékk KA/Þór nokkur mörk úr hraðaupphlaupum sem létti andrúmsloftið hjá heimakonum töluvert. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fór að lokum svo að KA/Þór vann tveggja marka sigur, 20-18.Afhverju vann KA/Þór?Virkilega skemmtilegur handboltaleikur þar sem sigurinn hefði í raun getað fallið hvoru megin sem var. Það ber ekki mikið í milli hjá þessum liðum. Matea Lonac var lengi í gangi í mark heimakvenna en hún varði skot á mikilvægum augnablikum og það átti stóran þátt í sigri KA/Þórs. Þá kemur það sér gjarnan vel fyrir KA/Þór að eiga Mörthu Hermannsdóttur þegar mest er undir. Hún skoraði frábært mark, einni mínútu fyrir leikslok sem tryggði KA/Þór endanlega sigurinn.Hverjar stóðu upp úr?Heilt yfir frekar kaflaskipt en góð liðsframmistaða hjá heimakonum. Martha Hermannsdóttir fór fyrir liðinu á báðum endum vallarins. Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Ásdís Guðmundsdóttir stigu upp á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Í liði Eyjakvenna eru Ester Óskarsdóttir og Sunna Jónsdóttir einfaldlega í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn liðsins. Þær mynda algjörlega frábært par í miðjublokkinni varnarlega og KA/Þór átti í miklum vandræðum í uppstilltum sóknarleik á löngum köflum.Hvað gekk illa? Markvarsla ÍBV var ekki nógu góð í leiknum. Marta Wawrzynkowska varði aðeins sex skot í leiknum og það þrátt fyrir að standa fyrir aftan mjög öfluga Eyjavörn. Hinumegin var Matea Lonac með 15 varin skot og nokkur þeirra úr dauðafærum. Mikilvægt. Eins hljóta það að vera vonbrigði fyrir Eyjakonur hvernig þær leystu sóknarleikinn fjórar á móti fjórum. Ætti að vera leikur einn að búa til færi úr þeirri stöðu en það tókst þeim aldrei þegar Sunna og Ester voru teknar úr umferð.Hvað gerist næst? ÍBV fær Val í heimsókn í Vestmannaeyjum sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi. Sama dag verður KA/Þór í heimsókn hjá nýliðum Aftureldingar. Martha: Fyrsta skipti sem ég vinn ÍBV!Martha Hermannsdóttir var öflug í dag.vísir/daníel þór„Bara þvílík gleði. Þær voru betri en við í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að spila eins og við lögðum upp með að gera. Það voru tæknifeilar og við vorum að missa boltann sem við erum ekki vanar að gera. Við töluðum vel saman í hálfleik. Við náðum að róa okkur aðeins og vera agaðri og þá kom þetta smám saman,“ sagði Martha Hermannsdóttir, sigurreif í leikslok enda um tímamótasigur að ræða fyrir hana. „Þetta var fjögurra stiga leikur. Það var það sem við töluðum um fyrir leik og við eigum að vinna þær á okkar heimavelli. Gríðarlega mikilvægur sigur og fyrsta skiptið sem ég vinn ÍBV í meistaraflokki. Núna get ég hætt sátt,“ sagði Martha. Martha skoraði síðasta mark KA/Þórs í leiknum en það kom eftir sókn sem virtist vera að renna út í sandinn. „Ég þarf að reyna að draga vagninn þegar mest er undir. Ég vissi það að höndin hjá dómurunum var uppi og ég varð að taka skotið. Sem betur fer fór það inn því annars væri ég kannski mjög súr núna,“ sagði Martha sem er sannfærð um að sigurinn veiti liðinu sjálfstraust í næstu leikjum. „Við eigum Aftureldingu næstu helgi og það er leikur sem við ætlum að vinna. Við settum okkur markmið að ná þessu 4.sæti og þar erum við núna.“ Ester: Gátum varla keypt okkur mark í seinni hálfleikEster Óskarsdóttirvísir/ernirEster Óskarsdóttir var ekki jafn glöð í leikslok eftir svekkjandi tap. „Þetta var hörkuleikur eins og við var á búast. Lið sem eru hlið við hlið í töflunni og mikilvæg stig í boði. Vörnin hjá okkur var geggjuð. Við klikkuðum sóknarlega eins og sást í seinni hálfleiknum.“ Ester segir vonbrigði hvernig liðið spilaði sóknarleikinn í síðari hálfleik. „Þær tóku mig og Sunnu út og við vorum ekki undirbúnar fyrir það. Það ætti samt ekki að vera flókið að leysa það en við vorum ekki tilbúnar í það. Mér finnst við eiga að leysa þetta betur. Við gátum varla keypt okkur mark í síðari hálfleik. Það var sama hvað við reyndum,“ segir Ester sem var engu að síður jákvæð þrátt fyrir tapið. „Við erum búnar að vera slakar þannig að það var ekki erfitt að bæta spilamennskuna í þessum leik. Mér fannst margt gott hjá okkur og þetta var ekki eins sárt og í tapinu gegn Haukum. Það var margt gott í okkar leik í dag,“ segir Ester. „Já þetta kemur. Það má ekki gleyma því heldur að þær eru ungar þó þetta séu útlendingar. Ein þeirra er 19 ára og Pólverjinn er að stíga upp úr meiðslum. Ég er ekkert orðin stressuð; það er nóg eftir af þessu móti,“ sagði Ester að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti