Ómar býður fólki ókeypis innheimtu flugbóta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 15:20 Ómar segir skýringar Árna Gunnarssonar hjá Air Iceland Connect á breyttum skilmálum ósvífnar. Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn. Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn.
Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45