Fleiri leita til Svíþjóðar til að stunda nám Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 09:45 Frá kynningu sænsku skólanna í Háskóla Íslands á síðasta ári. Håkan Juholt Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn. Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn.
Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira