Út klukkan 14:56 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. október 2019 14:45 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun