Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 12:45 Kista með líkamsleifum Franco var flutt með þyrlu til einkagrafreits fjölskyldu hans í nágrenni Madridar. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn. Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn.
Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44