„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 11:44 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar. Vísir/Egill Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna. Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna.
Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira