Allir eiga að borða hamingjusamar hitaeiningar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 13:30 Dagný segir það vel hægt að reka veitingarstað á landsbyggðinni. Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“ Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“
Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira