Ferðamannaborgin Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfi við helstu hagsmunaaðila vinnur Reykjavíkurborg nú að nýrri ferðamálastefnu, sem á að leiða veginn að Reykjavík sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Lokaskrefin nú eru að vinna úr tillögum sem komu úr opnu umsagnarferli svo til verði fullmótuð stefna um snjalla, aðgengilega og umhverfisvæna ferðamannaborg. Ferðaþjónustan er mikilvæg stoð atvinnulífsins, sem skapar fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum miklar tekjur. Hún hefur líka verið jákvæður drifkraftur í þróun og uppbyggingu borgarinnar. Nú er tímabært að skapa ferðamennsku í Reykjavík heildstæðan ramma til að þessi atvinnugrein geti vaxið á sjálfbæran hátt. Á undanförnum áratug hefur fjöldi ferðamanna stóraukist með tilheyrandi áhrifum á mannlíf borgarinnar, íbúana og atvinnulífið. Þessi gróska hefur einnig reynt á innviði borgarinnar og þolrif íbúa, ekki síst þeirra sem búa nærri miðborginni. Því er mikilvægt að uppbygging borgarinnar, sem áfangastaðar ferðamanna, verði í sem mestri sátt á milli íbúa og ferðaþjónustunnar og að Reykjavíkurborg efli bæði samtal og upplýsingagjöf. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar eru þrjú. Að Reykjavík sé lifandi og framsækin mannlífsborg, umvafin einstakri náttúru. Lögð verður áhersla á sérstöðu Reykjavíkur og hennar skapandi listalíf, öflugt þekkingarstarf og hágæðaþjónustu en líka einstaka náttúru. Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu í sátt við samfélagið, m.a. með því að stefna að kolefnisjafnaðri ferðaþjónustu með minni neikvæðum umhverfisáhrifum, betur dreifðu álagi um borgina og með auknu samtali við íbúa. Að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem snýr að ferðaþjónustu, verði samræmt, einfaldað, skilvirkt og snjallt með markvissri uppbyggingu stafrænna lausna fyrir gesti, borg og borgarbúa. Ferðamálastefnan á að verða leiðarvísir að betri borg sem auðgar líf okkar allra, hvort sem við búum hér, störfum eða erum velkomnir gestir.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar