Guðmundur segir ástandið ekki gott: „Þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 07:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira