Grunaður um gróf brot gegn kærustu á malarplani í grennd við Egilsstaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:30 Brotið sem ákært er fyrir átti sér stað í grennd Egilsstaða. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Lýsingar í ákærunni eru ekki fallegar en honum er gefið að sök að hafa í og við bíl á malarplani rétt utan Egilsstaða „ráðist að konunni með ofbeldi, haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum.“ Er honum gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir. Í ákærunni kemur fram að maðurinn sló hana að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur. Þá henti hann henni í jörðina og dró hana eftir henni, tók ítrekað kverkataki og herti að þannig að hún átti erfitt með andardrátt. Maðurinn er í framhaldinu sagður hafa þrýst hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá á jörðinni, ýtt henni og sparkað í. Hann er sagður hafa þvingað hana í tvígang inn í bílinn, klætt úr buxum, þvingað fótleggi í sundur og sleikt kynfæri hennar. Í framhaldinu hafi hann þvingað hana til kynferðismaka með ýmsum hætti. Í ákæru segir að lífi, heilsu og velferð konunnar hafi verið ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Hlaut hún rauð og æðasprungin augu en auk þess mar og rispur víðs vegar um líkamann. Krafist er 2,5 milljóna króna miskabóta í málinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómsmál Fljótsdalshérað Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Lýsingar í ákærunni eru ekki fallegar en honum er gefið að sök að hafa í og við bíl á malarplani rétt utan Egilsstaða „ráðist að konunni með ofbeldi, haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum.“ Er honum gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir. Í ákærunni kemur fram að maðurinn sló hana að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur. Þá henti hann henni í jörðina og dró hana eftir henni, tók ítrekað kverkataki og herti að þannig að hún átti erfitt með andardrátt. Maðurinn er í framhaldinu sagður hafa þrýst hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá á jörðinni, ýtt henni og sparkað í. Hann er sagður hafa þvingað hana í tvígang inn í bílinn, klætt úr buxum, þvingað fótleggi í sundur og sleikt kynfæri hennar. Í framhaldinu hafi hann þvingað hana til kynferðismaka með ýmsum hætti. Í ákæru segir að lífi, heilsu og velferð konunnar hafi verið ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Hlaut hún rauð og æðasprungin augu en auk þess mar og rispur víðs vegar um líkamann. Krafist er 2,5 milljóna króna miskabóta í málinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Dómsmál Fljótsdalshérað Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira