Stofnanir dragi lærdóm af málinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2019 06:30 Einar Þór Sverrisson lögmaður og Ari Brynjólfsson blaðamaður Fréttablaðsins við málflutning í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm „Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
„Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28