Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2019 06:00 Íbúar á Egilsstöðum ganga til kosninga á laugardaginn. Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira