Neysla á orkudrykkjum aukist um 150 prósent hjá framhaldsskólanemum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2019 20:00 22 prósent framhaldsskólanema sögðust neyta orkudrykkja daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan: Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan:
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent