Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 10:36 Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Fréttablaðið/Ernir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00