Stórt skref í íbúalýðræði Dóra Magnúsdóttir skrifar 22. október 2019 07:00 Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Reykjavík Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun