Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja á Íslandi í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2019 20:00 OxyContin er eitt best þekkta ópíóíða lyfið. getty/Darren McCollester Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir. Fíkn Lyf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir.
Fíkn Lyf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira