Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja á Íslandi í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2019 20:00 OxyContin er eitt best þekkta ópíóíða lyfið. getty/Darren McCollester Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir. Fíkn Lyf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir.
Fíkn Lyf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira