Misstu einn besta leikstjórnanda sögunnar en hafa ekki tapað síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 22:45 Teddy Bridgewater stýrir sínum mönnum í New Orleans Saints. Getty/Nuccio DiNuzzo Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár. NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár.
NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira