Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri | Samúel Kári á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 18:00 Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri í byrjunarliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig. Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig.
Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05
Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16
Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55