Handbolti

Róbert Aron líklega ekki brotinn en missir allavega af næsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Aron hefur skorað 13 mörk í fimm leikjum í Olís-deild karla í vetur.
Róbert Aron hefur skorað 13 mörk í fimm leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel
Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert meiddist á þumalfingri í sigrinum á Fjölni, 21-30, í Olís-deild karla í gær.

Róbert er kominn í gifs en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru.

Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar, þjálfara Vals, er Róbert líklega ekki fingurbrotinn. Hann fer aftur í skoðun á mánudaginn þegar bólgan hefur hjaðnað.

Róbert missir því allavega af leik Vals og ÍR á sunnudaginn.

Leikurinn í gær var sá fyrsti í langan tíma þar sem Valur gat stillt upp sínu sterkasta liði. Það entist þó ekki lengi.

Róbert skoraði eitt mark áður en hann meiddist um miðjan fyrri hálfleik. Þá var staðan 7-4 fyrir Fjölni.

Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá Val síðan í 1. umferð Olís-deildarinnar 9. september. Valsmenn eru í 8. sæti með fimm stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×