Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 18:30 Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira