Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 09:20 Freyja Haraldsdóttir þegar mál hennar var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55