Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 28-28 | Kári tryggði ÍBV stig að Ásvöllum Benedikt Grétarsson skrifar 30. október 2019 20:45 Kári Kristján tryggði Eyjamönnum stig í spenntutrylli. vísir/bára Haukar eru enn ósigraðir að loknum sjö umferðum í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar mættu ÍBVað Ásvöllum og lokatölur urðu 28-28 í hörkuleik. Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin fyrir ÍBV í blálokin og tryggði Eyjamönnum gott stig. Halldór Ingi Jónasson skoraði 10 mörk fyrir Hauka en Halldór fékk beint rautt spjald fyrir brot á Hákoni Styrmi Daðasyni í seinni hálfleik. Elliði Snær Viðarsson og Dagur Arnarsson skoruð sex mörk hvor fyrir ÍBV. Haukar byrjuðu betur og virtust ná að leysa hina frægu ÍBV-vörn vel í upphafi leiks. Eyjamenn voru aldrei langt undan og Dagur Arnarsson sá til þess að gestirnir héldu Haukum við efnið. Svo virtist sem Eyjamenn væru aðeins að berja í brestina varnarlega um miðjan fyrri hálfleik og bakvið vörnina stóð Björn Viðar Björnsson vakina með prýði. ÍBV minnkaði muninn í eitt mark í stöðunni 10-9 en þá kom góður kafli Hauka sem komust í hina frægu Haukastöðu, 13-10. Heimamenn héldu þessu forskoti út hálfleikinn og héldu til búningsherbergja með þriggja marka forskot, 15-12. Það verður að teljast vel sloppið, þegar markverðir liðsins eru ekki að ná sér á stik en þeir félagar vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik. Björn Viðar varði hins vegar átta skoot í marki ÍBV og verður ekki sakaður um stöðuna í hálfleik. Eyjamenn hafa barið sig saman í hálfleiknum og komu sterkir til leiks. ÍBV skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og komst í fyrsta skipti yfir þegar um stundarfjórðungur var eftir. Aftur svöruðu Haukar fyrir sig og virtust vera að klára gestina í stöðunni 27-24 þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn eru ekki beint þekktir fyrir að gefast upp og þeir skoruðu næstu þrjú mörkin og æsispenna að Ásvöllum. Adam Haukur Baumruk var búinn að eiga erfitt uppdráttar allan leikinn en hann skoraði mark fyrir Hauka þegar um 30 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 28-27. Eyjamenn tóku leikhlé, fóru í sjö gegn sex og það var svo Kári Kristján Kristjánsson sem skoraði jöfnunarmark af línunni á lokasekúndunni. Eitt stig á hvort lið og líklega er það nokkuð sanngjörn niðurstaða.Af hverju varð jafntefli? Bæði lið gerðu svipað mikið af tæknifeilum í leiknum og fóru með svipað mikið af dauðafærum og því fór sem fór. Haukar komu sér í fína stöðu með sinni alkunnu seiglu en ÍBV jafnaði metin með sinni alkunnu baráttu.Hverjir stóðu upp úr? Halldór Ingi var flottur hjá Haukum og fyllti skarð Brynjólfs Snæs mjög vel. Vignir var líka mjög seigur og barðist að venju vel í vörninni. Dagur stýrði ÍBV vel og skoraði líka góð mörk. Elliði var frábær í seinni hálfleik og BJörn Viðar tók mikilvæga bolta í markinu.Hvað gekk illa? Markvarsla Hauka var í raun skelfileg en kannski sem betur fer fyrir heimamenn, köstuðu Eyjamenn ítrekað boltanum frá sér í sókninni. Varnarleikur Hauka hefur verið betri og var ekki mikið að hjálpa markvörðum liðsins. Bæði lið töpuðu líka boltanum ansi oft á klaufalegan hátt.Hvað gerist næst? Haukamenn halda til Mosó og mæta Aftureldingu en ÍBV fær nýliða Fjölnis í heimsókn.Halldór Ingi: Þetta var bara slys Halldór Ingi Jónasson lék í hægra horninu hjá Haukum í fjarveru hins meidda Brynjólfs Snæs Brynjólfssonar sem hefur leikið mjög vel í vetur. Halldór Ingi skoraði 10 mörk í 28-28 jafntefli gegn ÍBV en fékk beint rautt spjald fyrir brot á Hákoni Daða Styrmissyni. Halldór var ekki alveg sammála þeirri niðurstöðu dómara leiksins. „Þeir eru bara að keyra hratt á okkur og við erum að drífa okkur til baka í vörnina. Ég veit í raun og veru ekkert af Hákoni Daða fyrr en hann skellur utan í síðuna á mér og hann vissi líklega ekki heldur af mér. Kannski fer refsingin á mig vegna þess að ég datt ekki í gólfið og það er frekar pirrandi að þetta hafi endað svona. Ég er ekki dómari en mér hefði fundist tveggja mínútna brottvísun vera næg refsing þarna, sérstaklega þar sem þetta var bara slys,“ sagði Halldór og bætir við. „Ég var samt bara sáttur við mina frammistöðu. Ég og Binni höfum verið svolítið í þessu, að stíga sterkir inn í fjarveru hins og nýtt sénsinn okkar vel. Við erum heilt yfir frekar fúlir yfir því að taka bara eitt stig úr leiknum. Við eigum eitt mark í lokin en fáum svo á okkur jöfnunarmark eftir að hafa haft undirtökin nánast allan tímann og það er auðvitað hundfúlt. Kannski hefðum við þurft aðeins meiri skynsemi undir lokin þegar við vorum komnir með þriggja marka forskot.“ Haukar eru enn taplausir í toppbaráttu Olísdeildarinnar og það hlýtur að teljast jákvætt? „Já, ef maður horfir á heildarmyndina. Við erum taplausir og við toppinn. Nú er bara að halda áfram að spila eins og við höfum verið að spila og safna fleiri stigum,“ sagði Halldór Ingi Jónasson.Kristinn: Mikið passion í þessu liði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV var þokkalega sáttur við eitt stig gegn Haukum en fannst honum jafntefli vera sanngjörn úrslit? „Það er alltaf erfitt að segja. Við vorum mikið að elta Haukana í leiknum en hérna eru bara tvö góð handboltalið að mætast og þá getur þetta orðið niðurstaðan. Við þurfum bara að skoða þennan leik eins og alla leiki og sjá hvað við getum gert betur. Við erum svolítið mikið að flýta okkur upp völlinn í leiknum og hefðum stundum mátt vera örlítið rólegri og yfirvegaðri.“ ÍBV var þremur mörkum undir þegar skammt var eftir en Eyjamenn gáfust ekki upp og uppskáru eitt stig. Kristinn er ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. „Það er bara mikið passion í þessu liði og mikill karakter að vinna okkur til baka í erfiðri stöðu og ná jafnteflinu. Eins og ég sagði fyrir leik, þá er handbolti sveiflukennd íþrótt og menn verða, fram í rauðan dauðann að hafa trú á því hvað er verið að gera. Mínir strákar eru bara þannig að þeir gera einmitt það.“Gunnar: Skoðum þetta í Seinni bylgjunni „Miðað við hvernig leikurinn spilast, þá er ég ekki sáttur við eitt stig. Lykillinn að vinna ÍBV er að spila góðan sóknarleik og það tókst hjá okkur í kvöld. Að mínu mati var sóknarleikurinn okkar frábær í kvöld. Við skorum 28 mörk og sköpum urmul af dauðafærum og hefðum í raun átt að fara langt yfir 30 mörkin í þessum leik,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. „Við förum með þrjú víti, þrjú dauðafæri af línu og sömuleiðis góð færi í hornunum. Við höfum nú oft spilað við ÍBV síðustu árin og þetta er sennilega besti sóknareikur sem við höfum spilað gegn þeim.“ „Að sama skapi vorum við í smá ströggli varnarlega og Kári er hrikalega erfiður inni á línunni. Vörnin okkar var bara ekki eins þétt og hún hefur verið og þá fáum við ekki þá markvörslu sem við viljum fá. Vörn og markvarsla voru ekki nógu sterk til að vinna þá í kvöld en við virðum bara stigið og höldum áfram.“ Gunnar tók léttan Arsene Wenger þegar hann var spurður út í rauða spjaldið sem Halldór Ingi Jónasson fékk. „Ég sá bara einhvern árekstur og get ekki dæmt um þetta. Við skoðum þetta bara í Seinni bylgjunni annað kvöld og látum sérfræðingana meta þetta. Þeir hafa alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Gunnar léttur að lokum.Kári: Þurftum að telja peningana dýrt Kári Kristján Kristjánsson skoraði jöfnunarmark ÍBV gegn Haukum og virkaði ekkert þreyttur þrátt fyrir tvo erfiða leiki gegn Svíum um helgina. Kári var að venju laufléttur eftir leik. „Ég er í toppstandi. Einn punktur í kvöld en ég neita því ekki að ég hefði viljað fá tvo. Við erum svolítið mikið reknir út af í leiknum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist, þá getum við verið nokkuð ánægðir með stigið. Við í Bandalaginu viljum alltaf tvö stig en í kvöld var það bara eitt.“ Lokasókn ÍBV endaði hjá Kára, sem svaraði auðvitað kallinu. „Við þurfum að selja okkur dýrt, telja peningana okkar dýrt í lokin,“ sagði Kári og vitnaði í epískt viðtal við Kristján Örn Kristjánsson eftir tapið gegn Aftureldingu. „Við förum sjö gegn sex í lokasókninni og það var bara allt eða ekkert. Sem betur fer, kom eitthvað út úr þessu hjá okkur í lokasókninni. Kári og Vignir Svavarsson tókust vel á inni á línunni. Var það ekki bara fjör? „Mjög fínt. Vignir er góður maður, virkilega góður maður,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línutröll og sprellari. Olís-deild karla
Haukar eru enn ósigraðir að loknum sjö umferðum í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar mættu ÍBVað Ásvöllum og lokatölur urðu 28-28 í hörkuleik. Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin fyrir ÍBV í blálokin og tryggði Eyjamönnum gott stig. Halldór Ingi Jónasson skoraði 10 mörk fyrir Hauka en Halldór fékk beint rautt spjald fyrir brot á Hákoni Styrmi Daðasyni í seinni hálfleik. Elliði Snær Viðarsson og Dagur Arnarsson skoruð sex mörk hvor fyrir ÍBV. Haukar byrjuðu betur og virtust ná að leysa hina frægu ÍBV-vörn vel í upphafi leiks. Eyjamenn voru aldrei langt undan og Dagur Arnarsson sá til þess að gestirnir héldu Haukum við efnið. Svo virtist sem Eyjamenn væru aðeins að berja í brestina varnarlega um miðjan fyrri hálfleik og bakvið vörnina stóð Björn Viðar Björnsson vakina með prýði. ÍBV minnkaði muninn í eitt mark í stöðunni 10-9 en þá kom góður kafli Hauka sem komust í hina frægu Haukastöðu, 13-10. Heimamenn héldu þessu forskoti út hálfleikinn og héldu til búningsherbergja með þriggja marka forskot, 15-12. Það verður að teljast vel sloppið, þegar markverðir liðsins eru ekki að ná sér á stik en þeir félagar vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik. Björn Viðar varði hins vegar átta skoot í marki ÍBV og verður ekki sakaður um stöðuna í hálfleik. Eyjamenn hafa barið sig saman í hálfleiknum og komu sterkir til leiks. ÍBV skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og komst í fyrsta skipti yfir þegar um stundarfjórðungur var eftir. Aftur svöruðu Haukar fyrir sig og virtust vera að klára gestina í stöðunni 27-24 þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn eru ekki beint þekktir fyrir að gefast upp og þeir skoruðu næstu þrjú mörkin og æsispenna að Ásvöllum. Adam Haukur Baumruk var búinn að eiga erfitt uppdráttar allan leikinn en hann skoraði mark fyrir Hauka þegar um 30 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 28-27. Eyjamenn tóku leikhlé, fóru í sjö gegn sex og það var svo Kári Kristján Kristjánsson sem skoraði jöfnunarmark af línunni á lokasekúndunni. Eitt stig á hvort lið og líklega er það nokkuð sanngjörn niðurstaða.Af hverju varð jafntefli? Bæði lið gerðu svipað mikið af tæknifeilum í leiknum og fóru með svipað mikið af dauðafærum og því fór sem fór. Haukar komu sér í fína stöðu með sinni alkunnu seiglu en ÍBV jafnaði metin með sinni alkunnu baráttu.Hverjir stóðu upp úr? Halldór Ingi var flottur hjá Haukum og fyllti skarð Brynjólfs Snæs mjög vel. Vignir var líka mjög seigur og barðist að venju vel í vörninni. Dagur stýrði ÍBV vel og skoraði líka góð mörk. Elliði var frábær í seinni hálfleik og BJörn Viðar tók mikilvæga bolta í markinu.Hvað gekk illa? Markvarsla Hauka var í raun skelfileg en kannski sem betur fer fyrir heimamenn, köstuðu Eyjamenn ítrekað boltanum frá sér í sókninni. Varnarleikur Hauka hefur verið betri og var ekki mikið að hjálpa markvörðum liðsins. Bæði lið töpuðu líka boltanum ansi oft á klaufalegan hátt.Hvað gerist næst? Haukamenn halda til Mosó og mæta Aftureldingu en ÍBV fær nýliða Fjölnis í heimsókn.Halldór Ingi: Þetta var bara slys Halldór Ingi Jónasson lék í hægra horninu hjá Haukum í fjarveru hins meidda Brynjólfs Snæs Brynjólfssonar sem hefur leikið mjög vel í vetur. Halldór Ingi skoraði 10 mörk í 28-28 jafntefli gegn ÍBV en fékk beint rautt spjald fyrir brot á Hákoni Daða Styrmissyni. Halldór var ekki alveg sammála þeirri niðurstöðu dómara leiksins. „Þeir eru bara að keyra hratt á okkur og við erum að drífa okkur til baka í vörnina. Ég veit í raun og veru ekkert af Hákoni Daða fyrr en hann skellur utan í síðuna á mér og hann vissi líklega ekki heldur af mér. Kannski fer refsingin á mig vegna þess að ég datt ekki í gólfið og það er frekar pirrandi að þetta hafi endað svona. Ég er ekki dómari en mér hefði fundist tveggja mínútna brottvísun vera næg refsing þarna, sérstaklega þar sem þetta var bara slys,“ sagði Halldór og bætir við. „Ég var samt bara sáttur við mina frammistöðu. Ég og Binni höfum verið svolítið í þessu, að stíga sterkir inn í fjarveru hins og nýtt sénsinn okkar vel. Við erum heilt yfir frekar fúlir yfir því að taka bara eitt stig úr leiknum. Við eigum eitt mark í lokin en fáum svo á okkur jöfnunarmark eftir að hafa haft undirtökin nánast allan tímann og það er auðvitað hundfúlt. Kannski hefðum við þurft aðeins meiri skynsemi undir lokin þegar við vorum komnir með þriggja marka forskot.“ Haukar eru enn taplausir í toppbaráttu Olísdeildarinnar og það hlýtur að teljast jákvætt? „Já, ef maður horfir á heildarmyndina. Við erum taplausir og við toppinn. Nú er bara að halda áfram að spila eins og við höfum verið að spila og safna fleiri stigum,“ sagði Halldór Ingi Jónasson.Kristinn: Mikið passion í þessu liði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV var þokkalega sáttur við eitt stig gegn Haukum en fannst honum jafntefli vera sanngjörn úrslit? „Það er alltaf erfitt að segja. Við vorum mikið að elta Haukana í leiknum en hérna eru bara tvö góð handboltalið að mætast og þá getur þetta orðið niðurstaðan. Við þurfum bara að skoða þennan leik eins og alla leiki og sjá hvað við getum gert betur. Við erum svolítið mikið að flýta okkur upp völlinn í leiknum og hefðum stundum mátt vera örlítið rólegri og yfirvegaðri.“ ÍBV var þremur mörkum undir þegar skammt var eftir en Eyjamenn gáfust ekki upp og uppskáru eitt stig. Kristinn er ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. „Það er bara mikið passion í þessu liði og mikill karakter að vinna okkur til baka í erfiðri stöðu og ná jafnteflinu. Eins og ég sagði fyrir leik, þá er handbolti sveiflukennd íþrótt og menn verða, fram í rauðan dauðann að hafa trú á því hvað er verið að gera. Mínir strákar eru bara þannig að þeir gera einmitt það.“Gunnar: Skoðum þetta í Seinni bylgjunni „Miðað við hvernig leikurinn spilast, þá er ég ekki sáttur við eitt stig. Lykillinn að vinna ÍBV er að spila góðan sóknarleik og það tókst hjá okkur í kvöld. Að mínu mati var sóknarleikurinn okkar frábær í kvöld. Við skorum 28 mörk og sköpum urmul af dauðafærum og hefðum í raun átt að fara langt yfir 30 mörkin í þessum leik,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. „Við förum með þrjú víti, þrjú dauðafæri af línu og sömuleiðis góð færi í hornunum. Við höfum nú oft spilað við ÍBV síðustu árin og þetta er sennilega besti sóknareikur sem við höfum spilað gegn þeim.“ „Að sama skapi vorum við í smá ströggli varnarlega og Kári er hrikalega erfiður inni á línunni. Vörnin okkar var bara ekki eins þétt og hún hefur verið og þá fáum við ekki þá markvörslu sem við viljum fá. Vörn og markvarsla voru ekki nógu sterk til að vinna þá í kvöld en við virðum bara stigið og höldum áfram.“ Gunnar tók léttan Arsene Wenger þegar hann var spurður út í rauða spjaldið sem Halldór Ingi Jónasson fékk. „Ég sá bara einhvern árekstur og get ekki dæmt um þetta. Við skoðum þetta bara í Seinni bylgjunni annað kvöld og látum sérfræðingana meta þetta. Þeir hafa alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Gunnar léttur að lokum.Kári: Þurftum að telja peningana dýrt Kári Kristján Kristjánsson skoraði jöfnunarmark ÍBV gegn Haukum og virkaði ekkert þreyttur þrátt fyrir tvo erfiða leiki gegn Svíum um helgina. Kári var að venju laufléttur eftir leik. „Ég er í toppstandi. Einn punktur í kvöld en ég neita því ekki að ég hefði viljað fá tvo. Við erum svolítið mikið reknir út af í leiknum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist, þá getum við verið nokkuð ánægðir með stigið. Við í Bandalaginu viljum alltaf tvö stig en í kvöld var það bara eitt.“ Lokasókn ÍBV endaði hjá Kára, sem svaraði auðvitað kallinu. „Við þurfum að selja okkur dýrt, telja peningana okkar dýrt í lokin,“ sagði Kári og vitnaði í epískt viðtal við Kristján Örn Kristjánsson eftir tapið gegn Aftureldingu. „Við förum sjö gegn sex í lokasókninni og það var bara allt eða ekkert. Sem betur fer, kom eitthvað út úr þessu hjá okkur í lokasókninni. Kári og Vignir Svavarsson tókust vel á inni á línunni. Var það ekki bara fjör? „Mjög fínt. Vignir er góður maður, virkilega góður maður,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línutröll og sprellari.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti