Hvatning frá formanni Heimilis og skóla á degi gegn einelti Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:48 Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun