Brown vill spila aftur í vetur

Skapið á Brown sveiflast reyndar með vindinum því snemma í gær birti hann tíst með ljótum orðum og sagðist aldrei ætla að spila aftur.
Ástæðan fyrir þessu uppnámi er sú að NFL-deildin hefur boðað hann á fund eftir viku til þess að ræða ásakanir í hans garð. Fyrrum einkaþjálfari hans hefur ásakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega.
Í gær sagðist Brown fyrst aldrei ætla aftur að spila. Hann eyddi svo öllu og vonaðist til þess að hreinsa nafn sitt og spila svo aftur sem fyrst.
Hann hóf leiktíðina hjá Oakland Raiders en gerði allt til þess að komast frá félaginu. Það tókst og New England Patriots greip hann. Þá koma nýjustu ásakanirnar og Patriots lét hann fara eftir einn leik. Hann er því án félags í dag.
Tengdar fréttir

Antonio Brown fékk nóg og er hættur í NFL
Antonio Brown hefur fengið nóg.

Brady býður Brown að gista heima hjá sér
Það er mikil eftirvænting í herbúðum New England Patriots fyrir því að fá útherjann umdeilda, Antonio Brown, í raðir félagsins.

Brown látinn fara frá Patriots
New England Patriots leysti í kvöld útherjann Antonio Brown undan samningi hans við félagið. Brown var nýkominn til Patriots en hann var á dögunum kærður fyrir nauðgun.

Brown sagður hafa sent hótanir í smáskilaboðum
Málefni NFL-stjörnunnar Antonio Brown hjá New England Patriots eru enn í deiglunni en hann stendur í stórræðum utan vallar.

Brown fer ekki fyrir dóm vegna nauðgunarmáls
Útherjinn Antonio Brown þarf ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ásakana um nauðgun. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs er ákærutíminn vegna málsins liðinn.

Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til.