FH gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 mörk gegn Víkingi er liðin mættust í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í kvöld.
Það var strax ljóst í hvað stefndi en Fimleikafélagið var tíu mörkum yfir í hálfleik, 20-10, og sigurinn nánast í höfn.
Hafnarfjarðarliðið slakaði ekkert á klónni í síðari hálfleik og endaði á því að skora 42 mörk gegn einungis átján mörkum Víkinga. Lokatölur 42-18.
Ragnheiður Tómasdóttir skoraði ellefu mörk fyrir FH og hin unga og efnilega Sylvía Björt Blöndal bætti við níu mörkum.
Katrín Hallgrímsdóttir gerði fjögur fyrir Víking og Ester Inga Ögmundsdóttir þrjú.
Liðin í 8-liða úrslitunum:
Valur
Fram
KA/Þór
HK
Fjölnir
ÍR
FH
Haukar/ÍBV (mætast 13. nóvember)
