Skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni í gær en baðst afsökunar bæði í leiknum og eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:00 Son Heung-min þakkar fyrir allan stuðninginn með því að senda hjarta til stuðningsmanna Tottenham. Getty/Justin Setterfield Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira