Hulkenberg enn án sætis árið 2020 Bragi Þórðarson skrifar 7. nóvember 2019 07:00 Hulkenberg keppir ekki með Renault á næsta ári. Getty Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu. Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu.
Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira