Håland langt á undan Messi og Ronaldo og verðmiðinn hækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:00 Erling Braut Håland hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur. Hér fagnar hann sjöunda markinu sínu í gær. Getty/ Francesco Pecoraro Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019 Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira