Pep Guardiola hættur við að kalla Sadio Mane leikara: Rangt hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:00 Pep Guardiola með Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester City í fyrra. Getty/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira