Handbolti

Sport­pakkinn: Rúnar talaði um bros­milda sjúkra­þjálfarann á meðan Atli ræddi um Sel­foss-geð­veikina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. vísir/skjáskot
Selfoss lenti í kröppum dansi á heimavelli í gærkvöldi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni með marki á lokasekúndunni.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði sigurmarkið í leiknum er um fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum en gestirnir náðu svo varla að taka miðju.

Sigurinn mikilvægur fyrir Íslandsmeistaranna í toppbaráttunni en Stjarnan er í fallsæti eftir átta umferðir.

Guðjón Guðmundsson fjallaði um leikinn í Sportpakkanum í kvöld og rætt var meðal annars við Atla Ævar eftir leikinn í gær.

„Þetta var geggjuð spenna í lokin og það var sætt að vinna þetta. Þetta er hörkulið hjá Selfossi og eru mun öflugri en fyrir fjórum eða fimm leikjum þegar maður sá það,“ sagði Atli Ævar.

„Þeir eru á mikilli uppleið og það er mjög vel gert hjá okkur að vinna þetta,“ bætti hetjan við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem einnig er rætt ítarlegra við Atla sem og þjálfaranna Rúnar Sigtryggsson og Grím Hergeirsson.



Klippa: Sportpakkinn: Selfoss-sigur í spennutrylli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×