„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:44 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. Vísir/Baldur Hrafnkell Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11